Miðvikudaginn 20.apríl, dagainn fyrir sumardaginn fyrsta, ætla þjálfarar yngriflokka í knattspyrnu að halda Pub Quiz í KA heimilinu kl 21:00.
Síðasta var frábær mæting þar sem menntaskóla kennarinn og blaðamaðurinn Einar Sigtryggsson var spyrill og ætlar hann að mæta aftur með brakand ferskar spurningar.
Hægt er að byrja kvöldið snemma og mæta kl 19:15 og horfa á úrslitaeinvígi í blakið milli KA og HK og skella sér á Pub Quiz beint á eftir þar sem seldar eru veitingar á gjafa verði og ekki skemmir félagsskapurinn.