Vegna gríðarlegrar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda annað PubQuiz í KA-heimilinu á föstudaginn (30. okt). Keppni hefst rétt rúmlega 21:00 og er öllum frjálst að koma og taka þátt. Tókst gríðarlega vel til síðast og skemmtu menn sér konunglega yfir krefjandi spurningum og í góðum félagsskap.
Tveir verða saman í liði og eru gríðarlega vegleg verðlaun fyrir efstu sætin. Það kostar 1000kr per haus að taka þátt. Veitingasala verður á staðnum og eins og áður segir eru allir boðnir hjartanlega velkomnir að spreyta sig á spurningum í þessu skemmtilega quiz-i. Þemað verður íþróttir, í bland við dægurefni.