Rúnar Haukur Ingimarsson er fallinn frá

Rúnar Haukur Ingimarsson, lykilmaður í starfi Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri, er látinn. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í nótt eftir harða og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann var 51 árs að aldri.

Rúnar vann gríðarlega mikið og óeigingjarnt starf í þágu Þórs. KA sendir fjölskyldu Rúnars, aðstandendum og Þórsurum innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.