Sæþór Olgeirsson skrifaði rétt í þessu undir 2 ára samning við KA eða út árið 2019. Sæþór er 19 ára sóknarmaður sem kemur frá Völsungi en hann fór hreinlega á kostum í sumar og var langmarkahæstur í 2. deildinni er hann skoraði 23 mörk í 21 leik.
Þó nokkur félög voru á eftir Sæþóri enda spennandi leikmaður þar á ferð en Sæþór ákvað að taka slaginn með KA og verður gaman að fylgjast með honum í Pepsi-deildinni næsta sumar. Sæþór er kraftmikill markaskorari sem KA bindur miklar vonir við í framtíðinni.