Saga Líf spilaði gegn Póllandi

Saga Líf kom inná í naumu tapi gegn Póllandi með U19 ára liði Íslands en Pólland skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Um var að ræða vináttulandsleik sem fór fram í Sandgerði á fimmtudaginn.

Saga Líf hefur komið við sögu í tveimur meistaraflokksleikjum í sumar sem og var hluti af 2. flokks Þór/KA/Hamrarnir sem varð Íslandsmeistari nú á dögunum.