Skráning er nú hafin í Arsenalskólann 2014 á www.ka-sport.is/arsenal. Þar eru einnig allar helstu upplýsingar um skólann. Skólinn verður vikuna 16.-20. júní á Akureyri.
Við erum mjög ánægð að geta boðið sama verð og í fyrra. Hagstæðast er að skrá sig í skólann í desember á 20.900 kr, eftir það þá kostar 23.000 kr í skólann. Innifailið í gjaldinu er 20 klst kennsla í knattspyrnu, heitur matur í hádeginu og gjöf.
Í sumar þá komu um 250 krakkar frá 34 liðum og er þetta því kjörinn leið til að kynnast nýjum krökkum.