Allir sem tóku á móti styrkjum frá Samherja hf
Samherji hf. veitti sl. miðvikudagskvöld 90 milljónum króna til samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu. Úthlutun styrkjanna fór fram
í KA-heimilinu að viðstöddu fjölmenni. Þetta var í fimmta skiptið sem úthlutað er úr Samherjasjóðnum og aldrei áður
hefur hann veitt svo hárri upphæð til styrkja, en styrkupphæðin í fyrra var 75 milljónir króna.
Fyrir 30 árum hófu þeir Samherjafrændur útgerð Akureyrinnar, fyrsta frystiskips félagsins, og síðan hefur fyrirtækið eflst og
dafnað og mikið vatn til sjávar runnið. Á 25 ára afmæli útgerðar Samherja fyrir fimm árum var fyrst úthlutað úr
Samherjasjóðnum, en stjórn hans skipa Helga Steinunn Guðmunsdóttir, einn eigenda Samherja, Árni Óðinsson, formaður Þórs, og
Jóhannes G. Bjarnason, kennari og þjálfari til fjölda ára.
„Ég stend hér stolt í fimmta sinn og tlkynni um styrki til samfélagsverkefna úr Samherjasjóðnum. Sem fyrr leggjum við áherslu á
að styðja við barna- og unglingastarf, sem nýtist vel til að greiða niður æfingagjöld og keppnisferðir,“ sagði Helga Steinunn, þegar
hún tilkynnti um styrkina sl. miðvikudag.
Helga Steinunn fylgdi styrkveitingunni úr hlaði með þeim orðum að óteljandi margir kæmu að málum í sjálfboðaliðastarfi
við að halda úti öflugu íþrótta- og æskuýðsstarfi á Eyjafjarðarsvæðinu og annars staðar á landinu. Fyrir
þetta mikla starf bæri að þakka sérstaklega.
Samherji veitti styrki til:
Knattspyrnufélag Akureyrar – til barna- og unglingastarfs.
Íþróttafélagið Þór – til barna og unglingastarfs.
Fimleikafélag Akureyrar.
Skíðafélag Akureyrar.
Skautafélag Akureyrar.
Sundfélagið Óðinn.
Íþróttafélagið Eik.
Íþróttafélagið Akur.
Ungmennafélag Akureyrar.
Siglingaklúbburinn Nökkvi.
Golfklúbbur Akureyrar.
Hestamannafélagið Léttir.
KKA-akstursíþróttafélag.
Karatafélag Akureyrar.
Draupnir v/júdódeildar.
Kraftlyftingafélag Akureyrar.
Ungmennafélag Svarfdæla, Dalvík.
Skíðafélag Dalvíkur.
Golfklúbburinn Hamar.
Leikfélag Dalvíkur.
Grjótglímufélagið á Dalvík.
Samherjar í Eyjafjarðarsveit.
Æskulýðsstarf Akureyrarkirkju.
Æskulýðsstarf Glerárkirkju.
Sumarbúðir KFUM og KFUK á Hólavatni.
Skátafélagið Klakkur.
Fjölsmiðjan, Akureyri.
Mfl. kk í Akureyri handboltafélagi.
Þór mfl. kk. í knattspyrnu.
KA mfl. kk í knattspyrnu.
Þór/KA mfl. kvk í knattspyrnu.
KA mfl. kk og kvk í blaki.
Þór mfl. kk og kvk í körfuknattleik.
KA/Þór mfl. kvk í handknattleik.
Skautafélag Akureyrar mfl. kk og kvk í íshokkí.
UMFS, Dalvík – mfl. í knattspyrnu.
Þar að auki var tilkynnt í hófinu um styrk Samherja til nýs verkefnis, sem er 5 milljóna króna styrkur til þess að efla samskipti
heimilisfólks á dvalarheimilinum Akureyrarbæjar – Hlíð og Lögmannshlíð – með nútíma samskiptatækni. Með styrknum
er ætlunin að fjárfesta m.a. í tækjabúnaði – þ.á.m. tölvum og öðrum nauðsynlegum búnaði – og að
kenna fólk að nýta sér tæknina. Halldór Guðmundsson, forstöðumaður dvalarheimilanna, þakkaði af heilum hug fyrir þann
stórhug og vinarhug sem Samherji sýndi heimilisfólki og starfsfólki dvalarheimilanna með þessum höfðinglega styrk.
Einnig var tilkynnt um að Samherji styrki Íþróttasamband fatlaðra um 15 milljónir króna – 5 milljónir króna næstu þrjú
ár – vegna Special Olympics. Talsmaður Íþróttasambands fatlaðra þakkaði fyrir styrkinn og sagði af þessu tilefni að slíkt
fyrirtæki þyrfti að vera til mun víðar á Íslandi!
Hvað er hægt að segja eftir svona kvöld nema að þakka af heilum hug fyrir þennan mikla rausnarskap og þann hlýhug sem Samherji sýnir
ómældu starfi íþrótta- og æskulýðsfélag á Eyjafjarðarsvæðinu.
Fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar – starfsfólks félagsins, iðkenda, þjálfara og foreldra og allra annarra sem hönd leggja á
plóg viljum við segja þetta: Innilegar þakkir fyrir þennan höfðinglega styrk. Hann er ómetanlegur fyrir okkar starf. Takk fyrir, eigendur Samherja og
starfsfólk félagsins!
Óskar Þór Halldórsson