Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa og Óskar Þór Halldórsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA staðfesta samninginn með handarbandi.
Í dag var undirritaður samstarfssamningur yngriflokkastarfs KA í knattspyrnu og fóðurvörufyrirtækisins Bústólpa sem felur í sér
stuðning fyrirtækisins við yngri flokkana í ár og næstu tvö ár og þar með verður Bústólpi einn af stærri
stuðningsaðilum yngri flokka KA í knattspyrnu.
"Stuðningur Bústólpa við yngriflokkastarf KA er okkur afar mikilvægur og fyrir hann viljum við þakka. Það kostar mikið að halda
úti öflugu yngriflokkastarfi, eins og við teljum okkur vera að gera og birtist í mjög góðum árangri yngri flokka á þessum sumri.
Þessi samningur við Bústólpa er liður í því að gera gott yngriflokkastarf enn betra," segir Óskar Þór Halldórsson
framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA