Sandor í Þór

Sandor Matus
Sandor Matus
Sandor Matus mun leika með Þór á næsta tímabili. Sandor hefur staðið í markinu hjá okkur síðan sumarið 2004 og hefur hann að jafnaði verið okkar besti maður þann tíma.
 
Sandor lék 231 leik í deild og bikar. Hann hefur fengið þann heiður að vera valinn leikmaður ársins hjá KA ásamt því að vera í liði ársins í deildinni.
 
Ásamt því að spila þá hefur hann séð um markmannsþjálfun fyrir yngri flokka með góðum árangri. 
 
Við þökkum Sandor fyrir hans framlag í meistaraflokknum en á sama tíma fögnum við að hann verði áfram sem markmannsþjálfari yngri flokka.