Sandor Matus
Sandor Matus náði þeim magnaða áfanga að leika 116 leiki í röð í deild og bikar fyrir KA á tímabilinu júlí 2007 til
júní 2012.
Þessi mikla leikjahrina hófst þegar Sandor snéri aftur í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa fengið að líta
rauða rauða spjaldið í leik gegn Fjarðabyggð á Eskifirði í júní 2007.
Henni lauk þegar kappinn sat á varamannabekknum sl miðvikudag í bikarleik okkar gegn Fjarðabyggð.
116 leikir í röð telja margir að sé félagsmet hjá okkur en það á eftir að reyna að sannreyna að svo sé, í
öllu falli er hér um að ræða glæsilegt afrek hjá frábærum leikmanni og félaga.