Sex drengir á úrtaksæfingar

Ævar Ingi og Fannar eftir leik með U19.
Ævar Ingi og Fannar eftir leik með U19.

Bjarki Þór Viðarsson og Ólafur Hrafn Kjartansson fara á æfingar fyrir leikmenn fædda 1997 en það landslið tekur þátt í mars í milliriðli EM U17 í Portúgal.

Gauti Gautason og Ívar Sigurbjörnsson fara á æfingar fyrir leikmenn fædda 1996 en næsta verkefni hjá þeim verða líklega æfingaleikir fyrir undankeppni EM U19 sem hefst næsta haust.

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson fara á æfingar fyrir leikmenn fædda 1995 sem undirbýr sig nú fyrir milliriðil sem fer fram á Írlandi um mánaðarmótin maí-júní.

Hægri bakvörðurinn og KA-maðurinn Ómar Friðriksson sem stundar nú nám í Reykjavík og mun leika með Víking Reykjavík næsta sumar var boðaður á U21 æfingar.