Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson voru valdir á dögunum í U17 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Liðið er að leika í undirbúningsmóti á vegum UEFA sem fer fram í Færeyjum og hefur liðið sigrað bæði Wales og Norður-Írland.
Á laugardaginn lék Ísland gegn Wales og sigraði Ísland 2-1, Daníel lék fyrstu 63. mínútur leiksins sem hægri bakvörður en Aron Dagur var ónotaður varamaður í leiknum.
Aron Dagur spilaði aftur á móti allan leikinn í marki Íslands þegar liðið vann Norður-Írland 3-2. Daníel kom inná í seinni hálfleik sem vinstri bakvörður.
Strákarnir fá svo frí á morgun en mæta Færeyjum á þriðjudaginn áður en þeir koma heim.