Búið er að boða sjö stelpur til æfinga næstu helgi með U17 og U19 ára landsliðinu. Á æfingar með U17 fara þær Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Saga Líf Sigurðardóttir, Margrét Árnadóttir og Vaka Rán Þórisdóttir. Á æfingar með U19 fer síðan Lára Einarsdóttir.
Gaman er að segja frá því að KA á flesta fulltrúa í U17 æfingahópnum þessa helgina og þar af tvo markmenn sem hefur örugglega ekki gerst hjá KA síðan Kjartann Páll Þórarinsson og Hannes Rúnar Hannesson voru báðir á landsliðæfingum þegar þeir voru í 2.fl.
Lára er fædd 1995 og hefur verið mikið í U17 og U19 ára landsliðum Íslands. Hún hefur leikið 16 leiki með U17 og 3 leiki með U19. Þá hefur hún einnig verið fasta maður í bryjunarliði Þór/KA síðustu 2 tímabil.
Við óskum öllum þessum stelpum góðs gengis.