Sjö stelpur úr Þór/KA á U19 æfingar

Næstu helgi fara sjö leikmenn úr Þór/KA á landsliðsæfingar hjá U19 ára liði Íslands.

Um er að ræða stóran æfingahóp í þetta skipti en gaman er að segja er að sex stelpur eru uppaldar hjá KA en einungis FH og Breiðablik eiga jafn marga uppalda leikmenn í hópnum.

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari valdi eftirfarandi leikmenn frá Þór/KA:
Anna Rakel Pétursdóttir
Andrea Mist Pálsdóttir
Harpa Jóhannsdóttir
Margrét Árnadóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Sara Mjöll Jóhannsdóttir
Æsa Skúladóttir