Nýverið tilkynnti HSÍ um val á úrtakshópum í landslið U-15 drengja og U17 drengja og stúlkna.
Í u15 ára landsliði drengja verða þeir Dagur Gautason og Jónatan Marteinn Jónsson. Liðið tekur tvær æfingar um næstu helgi, ásamt því að leika tvo æfingarleiki við Færeyjar.
Í u15 ára landsliði stúlkna verður Ólöf Marín Hlynsdóttir. Lið hennar æfir tvisvar og leikur æfingarleik við Færeyjar.
Í u17 ára landsliði drengja verður Sigþór Gunnar Jónsson fulltrúi KA. Hann, líkt og drengirnir í u15 tekur tvær æfingar með liðinu og leikur tvo æfingaleiki við Færeyinga.
Í u17 ára landsliði stúlkna á KA/Þór þrjá fulltrúa en það eru þær Sunna Guðrún Pétursdóttir, Þórunn Sigurbjörnsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir. Líkt og hin landsliðin æfa þær tvisvar ásamt því að spila tvo æfingarleiki við Færeyinga.
Við óskum þessum krökkum til hamingju með valið.