Skóflustunga tekin að nýjum gervigrasvelli (Myndasafn)

Tólfti janúar 2013 verður skráður með stóru letri í sögu KA. Þetta er dagurinn sem haldið er upp á 85 ára afmæli félagsins og þetta er sömuleiðis dagurinn sem framkvæmdir hófust með formlegum hætti við nýjan gervigrasvöll á félagssvæðinu - milli KA-heimilisins og Lundarskóla. Tveir KA-félagar með stórt félagshjarta, Siguróli Sigurðsson og Þormóður Einarsson, tóku fyrstu skóflustunguna að nýja grasvellinum að viðstöddu fjölmenni. Þórir Tryggva var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og tók myndir sem hægt er að skoða hér að neðan.