Á 87 ára afmælishófi KA, þann 12 janúar sl. skrifuðu KA og Diadora undir samstarfssamning til næstu 5 ára. Með samstarfssamningi þessum verður Diadora Ísland einn af aðalstyrktaraðilum KA og koma allir flokkar innan félagsins til með að leika í búningum frá Diadora frá og með árinu 2015. Diadora Ísland sá gott tækifæri í samningi við KA og tengjast þannig því öfluga starfi sem KA hefur verið að vinna í síðustu ár. Við í KA erum gríðarlega þakklát fyrir þennan samning og hlökkum til að eiga gott samstarf við Diadora Ísland. Fyrir hönd KA skrifaði Hrefna G.Torfadóttir, formaður KA, undir samninginn en Ólafur Þ. Sigurðarson fyrir hönd Diadora, eða Óli í Toppmenn eins og við þekkjum hann flest.