Fundarboð sögunefndar KA - Mánudaginn 8. des klukkan 18:00

Mánudaginn n.k. klukkan 18:00 mun vera haldinn fyrsti fundur nýrrar sögunefndar KA.

Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, hefur skipað Siguróla M. Sigurðsson, sagnfræðing, til að stýra þessum fyrsta fundi þar sem störf nefndarinnar eru kynnt, farið yfir markmið hennar og stefnan að framtíðinni mótuð og sett.

Við hvetjum alla KA menn sem vettlingi geta valdið og telja sig hafa eitthvað fram að færa að mæta á mánudaginn og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem er framundan. Margar hendur vinna létt verk segir einhverstaðar.

Sjáumst hress á mánudaginn klukkan 18:00 í fundarsal KA heimilisins.


Sögunefnd.