Staðfest niðurröðun leikja KA í Lengjubikarnum

KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Lengjubikarnum í knattspyrnu, sem hefst í febrúar. KA er í A-deild, 2. riðli í mótinu. KA mun spila við fjögur Pepsídeildarlið; Fram, Breiðablik, Val og ÍA og þrjú 1. deildarlið; Víking R, Völsung og Selfoss. Leikjaniðurröðunin er sem hér segir:

Lau 16. febrúar kl. 11.00 - Fífan - Breiðablik - KA
Lau 23. febrúar kl. 17.15 - Boginn - KA - Fram
Sun 3. mars kl. 18.00 - Egilshöll - Valur - KA
Lau 9. mars kl. 16.00 - Akraneshöllin - Selfoss - KA
Sun 17. mars kl. 16.00 - Boginn - KA - ÍA 
Lau 6. apríl kl. 15.00 - Boginn - KA - Víkingur R
Fös 12. apríl kl. 19.00 - Húsavíkurvöllur - Völsungur - KA