Góður KA maður, Stefán B. Árnason, fæddur þann 18. maí 1937, er látinn.
Stefán sat í aðalstjórn KA til margra ára. Stefán lét uppbyggingu félagsins sig varða og var ötull að leggja fram krafta sína við ýmis verkefni og var alltaf boðinn og búinn þegar á þurfti að halda.
Það er ómetanlegt að hafa átt slíkan félaga sem taldi ekkert eftir sér þegar kom að því að vinna fyrir félagið sitt.
Ég hitti Stefán nú í vor og lýsti hann mikilli ánægju yfir því að sonarsonur hans og nafni skyldi vera kominn til starfa fyrir KA sem þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik.
Knattspyrnufélag Akureyrar þakkar Stefáni fyrir öll hans störf og sendir eiginkonu hans, Kristbjörgu Rúnu Ólafsdóttur, sonum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd KA
Hrefna G. Torfadóttir,
formaður KA