Stefán Gunnlaugsson, fyrrum formaður KA og heiðursfélagi, verður jarðsunginn á föstudaginn frá Akureyrarkirkju kl. 13:30
Stefán lést að kvöldi 8. febrúar. Stefán var sjötugur en hefði orðið 71 árs 17. mars
Stefán var KA-maður út í gegn og vann að heilum hug fyrir félagið í fjölda mörg ár. Hann var t.a.m. formaður handknattleiks- og knattspyrnudeildar, ásamt því að vera formaður félagsins tvisvar: 1970 og 2008-2010
Stefán starfaði mikið fyrir félagið og hjálpaði til við alla uppbyggingu KA en hann var í byggingarnefnd bæði fyrir íþróttasvæðið og félagsheimilið okkar. Það er að miklu leyti Stefáni að þakka að félagsheimilið er eins glæsilegt og það er í dag en upphaflega átti það að vera vallarhúsnæði 80fm á stærð. Í ár eru 30 ár liðin frá vígslu félagsheimilis KA.
Það má með sanni segja að fingraför Stefáns sé að finna víðsvegar um KA-heimilið.
Hugur KA-manna er hjá Hugrúnu, konu Stefáns, og hans fólki á þessum erfiðu tímum og vottar KA ættingjum Stefáns innilega samúð.
Hvíl í friði kæri KA-maður.