Stefnumóti 4.fl karla AFLÝST

Vegna veðurs og færðar hefur yngriflokkaráð knattspyrnudeildar KA ákveiði að Aflýsa fyrirhuguðu Stefnumóti.

Mótið átt að fara fram komandi helgi og var það önnur tilraun til að halda mótið, en fresta þurfti mótinu fyrir 2 vikum vegna veðurs. Það er víst að við búum á landi þar sem ekki er hægt að treysta á veðurguðina og var þetta því leiðinleg niðurstaða að aflýsa mótinu. Eftir miklar vangavelur um aðra dagssetningu kom í ljós að ekki er mögulegt að færa mótið aftur á einhverja aðra helgi.

Fyrir hönd yngriflokkaráðs vil ég þakka, þeim liðum sem ætluðu sér að koma á mótið, fyrir mikin skilning og góða samvinnu varðandi þessa ákvörðun.

Stefnumót 2015 verður bara enn betra en fyrirhugamót hefði orðið.

f.h. yngriflokkaráðs og Stefnumóts

Egill Ármann Kristinsson