Stofnfundargerð KA, 8. janúar 1928

Eins og fram hefur komið er Knattspyrnufélag Akureyrar 85. ára í dag, en félagið var stofnað þann 8. janúar 1928 þegar 12 ungir drengir komu saman með það í huga að stofna nýtt íþróttafélag hér í bæ. 85. árum síðar er félagið eitt þekktasta og farsælasta íþróttafélag landsins og lítur ágætlega út þrátt fyrir aldur og fyrri störf. Héraðskjalasafnið á Akureyri birti í dag fundargerðina frá stofnfundinum 1928, handrskrifaða á A4 blað. Hana má sjá með að smella á "lesa meira".