Stórleikur í KA-heimilinu í kvöld

Hamrarnir eiga séns á sæti í Olís-deildinni
Hamrarnir eiga séns á sæti í Olís-deildinni

Í kvöld fer leikur Hamranna og Víkings um laust sæti í Olís-deild karla á næsta ári fram í KA-heimilinu. Leikurinn hefst kl. 18:30 og er frítt inn í boði Hleðslu.

Hamrarnir ætla að setja upp frábæra umgjörð og verður m.a. boðið upp á grillaðar pylsur, coke zero, hleðslu og fleira til.

Þá munu 6. flokkar KA og Þór spila æfingarleik í leikhléi á stóra sviðinu.

Fyllum KA-heimilið og mætum á völlinn!