Í dag, þann 21. desember, afhentu forsvarsmenn Samherja og Samherjasjóðsins Knattspyrnufélagi Akureyrar afar myndarlegan styrk til barna- og unglingastarfsins. Þessi styrkur gengur til barna og unglinga sem stunda íþróttir hjá félaginu í formi lækkunar á æfingagjöldum og/eða ferðastyrks. Einnig fengu meistaraflokkar félagsins myndarlega styrki. Samherji hefur sýnt KA ómetanlegan velvilja og stuðning og hafa iðkendur félagsins notið góðs af örlæti þeirra um árabil.
Eigendur Samherja styða ekki einungis myndarlega við íþróttafélög hér heldur styðja þeir einnig við aðra þætti á þessu svæði. Ég fullyrði það að það er ekkert fyrirtæki á landinu sem styður jafn vel við samfélag sitt eins og Samherji og væri gott ef aðrir fylgdu fordæmi þeirra.
Ég vil fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar þakka eigendum Samherja þeirra höfðingsskap og velvilja. Mér finnst ég varla eiga til nógu sterk orð til að lýsa þakklæti mínu til þeirra.
Með jóla- og áramótakveðju.
Hrefna G. Torfadóttir,
Formaður KA