Á KA-deginum í dag voru afhentir þrír styrkir úr Minningarsjóði Jakobs Jakobssonar.
Þrjár umsóknir bárust um styrki úr sjóðnum og hlutu allir umsækjendur styrk úr sjóðnum. Í fyrsta lagi yngriflokkaráð KA í knattspyrnu 100.000 kr. vegna sér- og styrktaræfinga fyrir iðkendur í 5., 4.og 3. flokki. Í öðru lagi knattspyrnudeild KA 130.000 kr. vegna knattspyrnuakademíu deildarinnar, sem í eru um 20 knattspyrnumenn í 2., 3. og 4. flokki, og í þriðja lagi Srdjan Tufegdzic 70.000 kr. vegna Englandsferðar í lok þessa mánaðar, þar sem hann tekur námskeið vegna UEFA-A stigs í knattspyrnuþjálfun.
Björg Unnur Sigurðardóttir tók við styrknum fyrir hönd yngriflokkaráðs, Gunnar Níelsson fyrir hönd knattspyrnudeildar og Túfa tók við sínum styrk.
Í stjórn Minningarsjóðs Jakobs Jakobssonar eru Vignir Már Þormóðsson, formaður, Þormóður Einarsson og Magnús Sigurólason.
Í máli Vignis Más kom fram að ætlunin væri í framtíðinni að afhenda styrki úr Minningarsjóðnum við þetta tækifæri, þ.e. á KA-deginum í upphafi hvers árs.