Styrktarsamningur TM við handknattleiksdeild

Handknattleiksdeild KA og TM hafa gert með sér styrktarsamning vegna kvennahandboltans hjá KA/Þór. Samningurinn gildir til tveggja ára og vill handknattleiksdeild KA koma á framfæri sérstöku þakklæti fyrir stuðninginn. Myndin var tekin þegar Kristján Kristjánsson og Siguróli Sigurðsson undirrituðu samninginn.