Sýningarveggur sögunefndar

Sýning Sögunefndarinnar
Sýning Sögunefndarinnar

Á sunnudaginn s.l. setti nýstofnuð sögunefnd KA upp smá sýningu á munum og gripum tengdum félaginu. Flestar deildir frá stofnun félagsins áttu sína fulltrúa á sýningunni og var af nægu að taka þegar þurfti að velja á milli þess sem færi upp.

Vildum við leyfa öllum að njóta myndarinnar og er hér því svokölluð "panorama" mynd af sýningunni góðu.

Sögunefndin vill þakka fyrir hlý orð vegna þessara sýningar og gaf það okkur klárlega byr undir báða vængi hversu áhugasamt og ánægt fólk var með þetta. Takk fyrir okkur!