Takk kæru KA félagar

Mig langar að þakka ykkur kæru félagar hjartanlega fyrir síðast.

Ég við þakka öllum þeim sem unnu sleitulaust að því að gera hátíðina jafn glæsilega og hún var og einnig vil ég sérstaklega þakka öllum þeim fjölda sem kom og gerðu hátíðina svona skemmtilega.
Það sýndi sig í gærkvöldi og fram á nótt hver mikill sannleikur er í því að maður er manns gaman og KA menn kunna svo sannarlega að skemmta sér saman.

Með samstöðunni eru okkur allir vegir færir.

Takk aftur.
Með bestu KA kveðjum
Hrefna Torfa
formaður KA