TBA fær aðild að KA

Á aðalfundi KA sl. þriðjudag lá fyrir formleg ósk frá Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar um aðild að KA. Aðalfundurinn samþykkti án mótatkvæða aðildina og því er ljóst að á þessu ári tekur til starfa ný deild innan KA.

Þann 15. mars sl. barst KA eftirfarandi bréf frá TBA:

Beiðni um aðild að Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA)

Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Tennis- og badmintonfélags Akureyrar óskar félagið eftir því við stjórn KA að TBA fái aðild að KA og verði ein af deildum félagsins.

Fyrir hönd stjórnar TBA,

með vinsemd og virðingu,

Kristján Már Magnússon
formaður

Aðalstjórn KA tók jákvætt í erindið á fundi sínum 22. mars sl. og aðalfundur staðfesti síðan endanlega aðild TBA að KA.

KA býður félagsmenn í TBA hjartanlega velkomna í KA og er þess vænst að þær greinar sem verið hafa innan vébanda TBA muni eflast og dafna við það að verða hluti af Knattspyrnufélagi Akureyrar.