Það fer að styttast í að fótboltinn rúlli á ný !

Sandor markvörður í fyrra sumar
Sandor markvörður í fyrra sumar

Eftir aðeins 13 daga fer fótboltinn að rúlla á ný. Mikil spenna ríkir í herbúðum KA og fékk meistaraflokkurinn að taka smá forskot á sæluna og fóru út á grasið í gær. Þeir fengu þó ekki að nota vellina en tóku hlaup og léttar æfingar til hliðar við vellina, til þess að fá tilfinninguna. Hér að neðan er svo listi yfir næstu leiki, en það eru aðeins 13 dagar í fyrsta heimaleikinn !

sun. 13. maí 16:00 1. deild karla Akureyrarvöllur KA - Víkingur Ó.

fös. 18. maí 20:00 1. deild karla Njarðvíkurvöllur KA - Njarðvík

fim. 24. maí 19:15 1. deild karla Akureyrarvöllur KA - Grindavík