KA-daginn í dag sóttu vel á annað hundrað manns og þótti hann takast í alla staði mjög vel. Margir lögðu hönd á plóg. Formaður KA vill koma á framfæri þakklæti fyrir daginn:
Kæru félagar!
Í dag héldum við stórglæsilega afmælisveislu að hætti okkar KA-manna á 84 ára afmæli félagsins. Svona veislu er einungis hægt að halda með samstilltu átaki margra. Ég vil þakka öllum þeim sem sáu til þess að afmælisveislan og dagskráin öll gengi jafn vel og raun bar vitni. Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu til veitingar í veisluna og einnig öllum þeim fjölmörgu gestum sem komu í afmælið.
Með KA kveðju,
Hrefna G. Torfadóttir,
formaður KA