María Guðmundsdóttir á Húsavík hefur óskað eftir að koma eftirfarandi á framfæri á heimasíðu KA: "Mig langar
að þakka ykkur KA-mönnum fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur eftir andlát Steina. Þið trúið því ekki hvað ég met
það mikils og mun ekki gleyma þessu. Mig langar sérstaklega að þakka fyrir aðstoðina við erfidrykkjuna. Það var líka dásamlegt
að sjá ykkur standa heiðursvörð á leið upp í kirkjugarð, ég er enn með gæsahúð. Takk fyrir allt!!"
María Guðmundsdóttir.