Í dag, sunnudaginn 20. desember, var haldin mikil hátíð í nýju húsnæði Útgerðarfélags Akureyringa. Þar voru veittir veglegir styrkir úr Samherjasjóði og nýtur KA svo sannarlega góðs af þeim styrkjum.
Frá árinu 2008 hefur Samherji með myndarbrag stutt við íþróttastarfsemi barna og unglinga og meistaraflokka félagsins. Styrkirnir sem veittir eru til barna- og unglingastarfs eru notaðir t.d. til að lækka æfingagjöld, lækka ferðakostnað eða annað sem kemur iðkendum vel. Styrkir til meistaraflokka eru mikilvæg aðstoð í þungum rekstri þeirra.
Velvild og höfðingskapur Samherja verður seint fullþakkaður.
Knattspynufélag Akureyrar sendir forsvarsmönnum Samherja og Samherjasjóðsins sínar bestu kveðjur og þakkar einlæglega fyrir sig.
Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA