Þjálfarateymi KA fyrir tímabilið 2015/2016 opinberað

Mynd af hópnum glæsilega
Mynd af hópnum glæsilega

Óskar Bragason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Í sömu andrá var teymið sem mun vinna í kringum KA-liðið tímabilið 2015/2016 opinberað. Það er gríðarlega flottur hópur fólks sem mun vinna í kringum liðið á komandi misserum og eru KA-menn gríðarlega ánægðir með það að vera með þau í sínu liði. 

Eins og fyrr segir mun Óskar Bragason aðstoða Srdjan Tufegdzic en ásamt þeim tveimur mun Doctor Petar sjá um liðs- og búningastjórn, Eggert Sigmundsson markmannsþjálfun, Helgi Steinar Andrésson mun vera sjúkraþjálfari og Anna Birna Sæmundsdóttir mun vera liðstjóri og nuddari liðsins.