Kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu tekur á móti Fylki á morgun, þriðjudag, klukkan 18:00 á Þórsvelli. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar ásamt Breiðablik eftir fjórar umferðir með 10 stig á meðan Fylkir er með 3 stig í 7. sætinu.
Það er ljóst að okkar lið þarf að ná sigri enda er baráttan á toppnum gríðarleg en þrátt fyrir að vera á toppnum þá er aðeins 1 stig niður í 5. sætið. Við hvetjum alla til að mæta á Þórsvöllinn og hvetja okkar lið áfram, stelpurnar eiga svo sannarlega skilið stuðninginn og eru ósigraðar í sumar bæði í deild og bikar, áfram Þór/KA!