Á laugardaginn kl 13:00 í Boganum fer fram Þór/KA - Selfoss í Lengjubikarnum.
Þetta er fyrsti leikur okkar stúlkna en Selfoss hefur þegar tapað gegn Stjörnunni og Breiðablik.
Liðið er að mestu skipað ungum og efnilegum heimastúlkum en t.d. Sandra María og erlendu leikmennirnir verða ekki með á morgun. Það verður því gaman að sjá okkar efnilegustu leikmenn fá reynslu í leiknum.
Hvetjum sérstaklega stelpur sem eru að æfa fótbolta til að kíkja á völlinn og styðja Þór/KA til sigurs.