Þorrablót KA á bóndadaginn

Nú styttist í Þorrablót KA en það fer fram í KA heimilinu sjálfan bóndadaginn 24. janúar nk. Verð miða er ekki til að fæla frá eða kr. 4.990. Húsið opnar kl 19:30.

Þorrablót KA voru í denn frábærar samkomur og nú er sko ástæða til þess að rifja upp. Það er t.d gott að bíta í súra punga, súra lundabagga, kjammsa á hval og ég hreinlega veit ekki hvað allt þetta lostæti heitir!

Það er Gassi framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar í gassi@ka-sport.is sem tekur á móti pöntunum í miða.

Tryggðu þér miða í tíma!