Jakob, Fannar og Daníel Hafsteinssynir léku síðustu 10 mínúturnar í sigri KA á Þór 2. Þetta var jafnframt fyrsti meistaraflokksleikur Daníels en hann er í 3. flokki félagsins ásamt Áka Sölvasyni sem einnig kom hér inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik.
Báðir áttu þeir flotta innkomu þrátt þann stutta tíma sem þeir voru á vellinum. Við munum þó klárlega sjá meira af þeim í framtíðinni í gulu treyjunni.
Þeir hafa báðir farið reglulega suður á úrtaksæfingar hjá U17 ára liði Íslands ásamt markverðinum Aroni Degi sem var á bekknum í kvöld.
Leiknum lauk með 2-1 sigri KA-manna þar sem Aron Péturs skoraði frá miðju með laglegu skoti í fyrri hálfleik og Jói Helga úr vítaspyrnu eftir brot á Aroni Inga Steingríms undir lok leiksins. KA-menn náðu sér ekki á strik í leiknum en niðurstaðan engu að síður fullt hús stiga í B-riðli Kjarnafæðismótsins með markatöluna 9-1.