Þrír dagar í fyrsta leik | Almarr er klár í slaginn

KA tekur á móti Fram á laugardaginn kl. 16:00 á KA-velli. Það verður væntanlega mikið um dýrðir enda Inkassodeildin að hefjast. Deildin er sennilega sú sterkasta í áraraðir en vefsíðan Fótbolti.net sér um að spá fyrir um gengi liðanna í sumar.

Nú hefur Fótbolti.net birt spá fyrir liðin í 3.-12. sæti í Inkassodeildinni og ekki er enn búið að koma í ljós hvar þeir spá KA. Það er því greinilegt að þeir spá KA upp um deild. KA menn eru vanir pressunni og Almarr Ormarsson, sem sneri í vetur heim í KA, spjallaði við heimasíðuna um komandi sumar og hvernig er að vera kominn aftur í KA.