Aron Dagur Birnuson, Áki Sölvason og Daníel Hafsteinsson hafa verið boðaðir á æfingar hjá U19 ára liði Íslands í knattspyrnu.
Æfingarnar fara fram dagana 11.-13. nóvember en til gamans má geta að þjálfarar U19 eru KA-mennirnir Þorvaldur Örlygsson og Dean Martin.
Þeir spiluðu allir með 2. flokk í sumar þar sem þeir voru á yngsta ári. Einnig fengu þeir smjörþefinn af meistaraflokksfótbolta en Aron Dagur spilaði tvo leiki fyrir KA en Áki og Daníel komu við sögu seinni hluta sumars hjá Dalvík/Reyni þar sem þeir hjálpuðu þeim að bjarga sér frá falli í 3. deild.
Óskum þeim velfarnaðar á æfingunum!