Þrjár úr Þór/KA til Sviss

Anna Rakel fyrir nokkrum árum
Anna Rakel fyrir nokkrum árum

Andrea Mist, Anna Rakel og Lillý Rut hafa verið valdar í U19 ára lið Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM.

Andrea Mist Pálsdóttir hefur aðalega spilað sem kantmaður í Þór/KA þar sem hún á að baki 27 leiki fyrir Þór/KA í deild og bikar. Andrea hefur spilað 20 landsleiki fyrir U17 ára lið Íslands.

Anna Rakel Pétursdóttir hefur aðalega spilað sem miðjumaður í Þór/KA þar sem hún á að baki 28 leiki fyrir Þór/KA í deild og bikar. Rakel hefur spilað 14 leiki fyrir U17 ára lið Íslands. Til gamans má geta að Rakel þjálfaði stelpurnar í 5., 6. og 7. fl KA í sumar.

Lillý Rut Hlynsdóttir er þeirra reyndust enda árinu eldri en Lillý færðist niður í hafsent í sumar og stóð sig mjög vel í þeirri stöðu. Hún á að baki 69 leiki fyrir Þór/KA í deild og bikar. Lillý Rut spilaði 20 leiki með U17 á sínum tíma ásamt því að hafa spilað 11 leiki með U19 ára liði Íslands.

Stelpurnar halda utan á sunnudaginn og er leikjaplanið eftirfarandi.

15. september þriðjudagur gegn Georgíu
17. september fimmtudagur gegn Grikklandi
20. september sunnudagur gegn Sviss

Óskum þessum efnilegum leikmönnum góðs gengis.