Þróttur - KA á laugardag

Grímsi verður vonandi á skotskónum á morgun.
Grímsi verður vonandi á skotskónum á morgun.
Næstu andstæðingar okkar eru Þróttarar og hefst leikur okkar gegn þeim á morgun laugardag kl 14 á Valbjarnarvelli Eins og allir leikir í þessari deild er hér á ferð mikilvægur leikur sem við ætlum okkur að vinna.
Greinileg batamerki hafa verið á leik okkar manna í seinustu leikjum og því getum við farið
í þennan leik með skott upp í loftið.   Þróttarar lögðu Val í 16 liða úrslitum bikarsins svo þeir eru 
eflaust brattir líka.

Þessi leikur verður sá tuttugasti og sjötti sem liðin leika gegn hvort öðru samkvæmt vef KSÍ.
KA hefur unnið átta leiki, sex hafa endað með jafntefli og  Þróttur því hrósað sigri í ellefu leikjum.  
Markatala er 31 -34 fyrir Þrótt. 
Sem sagt, mjótt á mununum í gegnum tíðina og eflaust verður eins á morgun. Við hvetjum eins og alltaf KA- stuðningsfólk til þess að fjölmenna í Laugardalinn og láta vel í sér heyra.  Við hin sem ekki komumst getum fylgst með leiknum á http://www.sporttv.is/ en þar verður leikurinn í beinni útsendingu.

Áfram KA