Í dag, 6. júní 2015, eiga nágrannar okkar í Þór 100 ára afmæli.
Það má með sanni segja að tilvera okkar væri mun leiðinlegri ef við hefðum þá ekki hinumegin við ánna til að metast og keppast við.
Í dag stóð svo félagið fyrir flottri hátíð á Þórsvæðinu og skemmtu félagsmenn sér konunglega.
Þegar þetta er skrifað styttist í annan enda á kvöldhátíð félagsins þar sem við KA færði nágrönnum sínum glæsilega mynd sem er táknræn fyrir bæði sameiginlega vinnu okkar félaga (Mynd af Akureyri Handboltafélag og Þór/KA eru á henni) og einvígi í gegnum tíðina. Er það von okkar að ánægja ríki með þessa gjöf. (sjá mynd hér neðar)
Knattspyrnufélag Akureyrar vill óskar Þórsurum nær og fær innilega til hamingju með daginn.