Tilkynning: Íþróttmót á Laugum, skráning hafin !!!

Um miðjan nóvember verður hið árlega Laugamót ÍFL í innanhús knattspyrnu, haldið á Laugum, Þingeyjarsveit. Mótið fer fram í höllinni við Tjörnina. Spilað er með batta og fjórir leikmenn inn á í hvoru liði í einu. Spilað er eftir battareglum. Kvennalið etja kappi föstudaginn 16.nóvember og karlaliðin laugardaginn 17.nóvember. Skráningar eru hjá Símoni 849-3416 og hjá Lárusi 698-8783 allar nánari upplýsingar hjá Lárusi og Símoni, einnig er hægt að skrá sig með því að senda póst á iflaugar@gmail.com. Mótið er opið öllum, keppnis gjald er 6000 kr. á lið. Síðasti skráningar dagur er 9. nóvember. Ef skráning verður mikil gætu dagsetningar breyst, nánari upplýsingar í símanúmerin hér að ofan.