Tiltekt á sunnudaginn á félagssvæðinu

Það er oft mikið líf á gervigrasinu.
Það er oft mikið líf á gervigrasinu.

Á sunnudaginn þá ætla KA-menn að sameina krafta sína og gera bæði KA-svæðið og Akureyrarvöll flott fyrir sumarið.

Mæting er klukkan 15:00 í KA-heimilið á sunnudaginn og eru allir KA-menn hvattir til að mæta. Að verki loknu þá verður boðið upp á pizzu.

Nú styttist í sumarið og fer meira líf að færast á okkar glæsilega svæði og er því skemmtilegra að það sé hreint og flott.

Vonandi koma sem flestir því margar hendur vinna létt verk.