Tiltekt í KA heimilinu

Á laugardaginn ætla nokkrir góðir KA menn að taka til hendinni í félagsheimili KA og þrífa þar allt hátt og lágt og eru öllum KA - mönnum og konum velkomið að mæta í þó ekki nema smá stund og hjálpa til. Boðið verður upp á glóðvolgt kaffi svo allir endilega að mæta og hjálpa til. Byrjað verður klukkan 11 og er áætlað að vinnu verði lokið um 14. Allir mega mæta og þurfa ekki að vera allan tímann