KA/Þór hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Tryggingamiðstöðina, TM. Samningurinn er til tveggja ára. Stuðningur fyrirtækja á Akureyri er lífæð kvennaliðs KA/Þórs og því er mikil ánægja innan deildarinnar að framlengja samninginn við TM.
Á myndinni má sjá Kristján Kristjánsson, svæðisstjóra TM á Norðurlandi, handsala samninginn með Hjalta Þór Hreinssyni, formanni handknattleiksdeildar KA.
Næsti leikur hjá KA/Þór er eftir áramót þegar liðið tekur á móti FH, þann 9. janúar.