2 dagar í leik: Bretarnir þrír ætla sér stóra hluti

Ekki nóg með að kynningarkvöld KA sé í kvöld kl. 20:00 heldur eru aðeins tveir dagar í fyrsta leikinn! Leikurinn sjálfur er gegn Fram og hefst kl. 16:00 á laugardaginn á KA-vellinum.

Í dag ætlum við hinsvegar að kynna til leiks Ben Everson, Archange Nkumu og Callum Williams, þrjá Breta sem hafa samið við KA fyrir sumarið. Heimasíðan tók þá í létt spjall og ræddi við þá um veruna á Íslandi og komandi sumar.