Tvíburarnir semja við KA

Þorri og Nökkvi með Óla Stefáni þjálfara.
Þorri og Nökkvi með Óla Stefáni þjálfara.

Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórissynir semja við KA. Nökkvi og Þorri skrifuðu í dag undir 3 ára samning við KA og munu því leika með félaginu í Pepsi-deildinni í sumar. 

Bræðurnir koma frá Dalvík/Reyni þar sem þeir hjálpuðu uppeldisfélaginu sínu að sigra 3 deildina síðasta sumar. Þeir voru algjörir lykilmenn fyrir Dalvík/Reyni síðasta sumar og skoruðu saman 14 af 27 mörkum liðsins. Auk þess var Nökkvi valinn í lið ársins hjá sérfræðingum fotbolta.net að tímabili loknu. 

Þorri hefur spilað með KA-liðinu í Kjarnafæðismótinu og staðið sig vel í þeim leikjum sem hann spilaði og skoraði 2 mörk er KA vann A-deild mótsins. 

Verður gaman að sjá þessa ungu leikmenn í sumar og fengur fyrir KA að styrkja hópinn með ungum og efnilegum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér.